Lögregla faðmar tré

Þegar mótmælabúðirnar við Oranienplatz voru teknar niður, nú í apríl, eftir eins og hálfs árs dvöl um hundrað flóttamanna þar, neituðu nokkrir forsprakkar mótmælanna að fara. Þeir sögðu að ekki hefði orðið við kröfum þeirra og ekki hefði verið komist að nokkru samkomulagi, heldur hefðu yfirvöld svo gott sem keypt út einstaka hópa úr mótmælunum […]

Umsátri lokið

Umsátrið er um garð gengið. Lögregla er að taka niður girðingar og hverfa á burt. Þeir ruddust ekki inn. Ég veit ekki hvað þeir gerðu, nema setja upp þessar girðingar og espa til mótmæla. Þetta var einhvers konar óaðgerð. Lögreglumenn í henni voru, þegar mest lét, 1700, skv. tímaritinu Die Zeit. Samkomulag náðist. Líklega verður […]

Ohlauer Strasse: áttundi dagur umsáturs

Kreuzberg, 1. júlí 2014. Áttundi dagur umsáturs. Aðgerðir sem þessar má auðvitað heita að séu daglegt brauð í heiminum. Löggur eru alltaf einhvers staðar að hópast saman í Star-Wars búningum, munda kylfur, sprey, byssur, vöðva, skipa. En í hvert einasta sinn býr líklega ýmislegt að baki sem sést ekki vel á myndum. Hér eru löggurnar […]

Umsátrið við Ohlauer Strasse

Frá því á þriðjudag hefur lögregla semsagt lokað fjórum götum í hverfinu Kreuzberg í Berlín, vegna umsáturs hennar um hælisleitendur sem hafast að í yfirgefnu skólahúsnæði við Ohlauer Strasse. Yfirvöld vilja að flóttafólkið flytji, en þau neita að fara nema réttur þeirra til dvalar og starfa í landinu verði tryggður.

Kojin Karatani og hugmyndin X/D

Í þeirri fyrri vill hann leysa hugtakið þjóðríki (nation-state) af hólmi með hinu meira lýsandi auðþjóðríki – (capital-nation-state): vald í heiminum sé á hendi þessara þriggja fyrirbæra. Hann segir að þau megi aðgreina fræðilega en í reynd séu þau hvert öðru háð, sem einn þríhöfða þurs. Þau gegni öll ákveðnu hlutverki og hvaða pólitíska byltingarstefna sem vilji leysa þau af hólmi þurfi raunverulega að leysa þau af hólmi: leysa betur þær efnislegu, félagslegu og sálrænu þarfir fólks sem eru háðar þeim.

Tvær greinar

Þetta er rétt til að láta vita af tveimur nýlegum greinum. Ég skrifaði ritdóm eða umfjöllun um tvær bækur fyrir Starafugl.is. Og samantekt á Framsóknarbullinu fyrir Grapevine, sem birtist rétt eftir kosningar. Ég hef víst skrifað lítið hér upp á síðkastið, og kenni því alfarið um að ég hef gert mig heimavanan á Facebook upp […]

Misbeiting löggjafarvopnsins

Sagt er að Alþingi ætli að koma saman í dag til þess að setja lög á fyrirhugað verkfall flugvirkja. Flugvirkjar eru, nota bene, ekki hálaunastétt en bera mikla ábyrgð. Þeir eru með líf okkar allra í lúkunum í hvert sinn sem við ferðumst. Fyrir mitt leyti vil ég helst vita að þeir séu vel hvíldir […]