Bretar afnema mannréttindi

Mannréttindi: sú hugmynd að fólk eigi ákveðinn rétt sem það þarf ekki að verðskulda á nokkurn hátt með gjörðum sínum, heldur tilheyrir því einu að vera til. Frá yfirlýsingu frönsku byltingarinnar 1789 hefur hugmyndin verið víðtæk, og falið í sér upptalningu á ýmsum forsendum frelsis, sjálfræðis og grundvallarjöfnuðar. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna inniheldur til dæmis málsgrein […]

Lúk 10:29–37, með tilliti til aðstæðna

En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, kraup hjá honum og spurði: „Ert þú Samverji?“ En maðurinn var svo illa leikinn að hann gat engu svarað. Samverjinn endurtók: „Ég spurði: ert þú Samverji?“ Enn svaraði maðurinn engu. Samverjinn spurði: „Hefurðu heyrt mín getið, miskunnsama Samverjans?“

Birtingar í júlí 2014

Hér hefur ekkert birst nýverið, meðal annars vegna þess að ég er kominn á mála hjá hinu ágæta vefriti Reykjavík Grapevine. Síðasta birta efni mitt þar er grein um afstöðu nýskipaðs lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins til hælisleitenda: Ask Not on Whom the Sun Shines. Ef einhverjum þótt sá titill kryptískur birtist í millitíðinni frétt DV þar sem […]

Lögregla faðmar tré

Þegar mótmælabúðirnar við Oranienplatz voru teknar niður, nú í apríl, eftir eins og hálfs árs dvöl um hundrað flóttamanna þar, neituðu nokkrir forsprakkar mótmælanna að fara. Þeir sögðu að ekki hefði orðið við kröfum þeirra og ekki hefði verið komist að nokkru samkomulagi, heldur hefðu yfirvöld svo gott sem keypt út einstaka hópa úr mótmælunum […]

Umsátri lokið

Umsátrið er um garð gengið. Lögregla er að taka niður girðingar og hverfa á burt. Þeir ruddust ekki inn. Ég veit ekki hvað þeir gerðu, nema setja upp þessar girðingar og espa til mótmæla. Þetta var einhvers konar óaðgerð. Lögreglumenn í henni voru, þegar mest lét, 1700, skv. tímaritinu Die Zeit. Samkomulag náðist. Líklega verður […]