Reis upp í hárinu, fékk tak í hnakkadrambið

Ég skrifaði einhverja færslu um bíó í gær, en ákvað að birta hana ekki. Of almennt röfl. Mikið þótti mér ræðan hans Benedikts Erlingssonar góð. Eða það að hann skyldi segja þetta, þarna. Gagnrýna í hátíðarræðu. Vinur minn sagði mér um daginn hvernig yfirlögregluþjónninn Geir Jón, sem skrifaði skýrsluna afkáralegu, hefði fjarlægt hann og félaga […]

Fréttaflokkar

Þið atburðaríku fálátu dagar. Ég hef ekkert að segja við ykkur. Jú, eitt, orðið blogg. Það þarf að gera eitthvað í því. Fyrr eða síðar. Þetta er ekki nógu fallegt orð. En afar þrálátt. Á þessum vef hér, langar mig að segja, en það eru undanhlaup: á þessu bloggi hér hefur augljóslega fátt gerst síðustu […]

Bretar afnema mannréttindi

Mannréttindi: sú hugmynd að fólk eigi ákveðinn rétt sem það þarf ekki að verðskulda á nokkurn hátt með gjörðum sínum, heldur tilheyrir því einu að vera til. Frá yfirlýsingu frönsku byltingarinnar 1789 hefur hugmyndin verið víðtæk, og falið í sér upptalningu á ýmsum forsendum frelsis, sjálfræðis og grundvallarjöfnuðar. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna inniheldur til dæmis málsgrein […]

Lúk 10:29–37, með tilliti til aðstæðna

En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, kraup hjá honum og spurði: „Ert þú Samverji?“ En maðurinn var svo illa leikinn að hann gat engu svarað. Samverjinn endurtók: „Ég spurði: ert þú Samverji?“ Enn svaraði maðurinn engu. Samverjinn spurði: „Hefurðu heyrt mín getið, miskunnsama Samverjans?“

Birtingar í júlí 2014

Hér hefur ekkert birst nýverið, meðal annars vegna þess að ég er kominn á mála hjá hinu ágæta vefriti Reykjavík Grapevine. Síðasta birta efni mitt þar er grein um afstöðu nýskipaðs lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins til hælisleitenda: Ask Not on Whom the Sun Shines. Ef einhverjum þótt sá titill kryptískur birtist í millitíðinni frétt DV þar sem […]