Í tilefni af fátækt: 225 ára gamla franska slagorðið er „Frelsi, jöfnuður, bræðralag“. Ekki jafnrétti. Jafnrétti er útúrsnúningur í þýðingu. Jöfnuður er aðeins svakalegra.

Awesome 1d til 21: Hressingin

  . Play, repeat og refresh. Alþjóðlega orðið fyrir byltingu, revolution, þýðir bókstaflega hringsnúningur og mætti, ef marka má hringsnúning dagsins, líka kalla hressingu. Hér höfum við því alla þekkta pólitísku möguleika í þremur íkonum. Þeir tveir fyrri, að spila og endurtaka, höfðu það af fram yfir aldamótin síðustu. Hressingin, hins vegar … enn virðist […]

Frelsi, bull og vitleysa

Í tilefni þessa. Stór hluti af pólitískum átökum eru átök um merkingu orða. Þetta stendur í vegi þess sem fólk lærir að heiti rökræða – en er samt ekki vandi til að leysa, heldur hluti af sjálfu inntaki pólitískra átaka. Orðin sjálf eru yfirráðasvæði sem er tekist á um, vígvöllur. Eitt þekktasta dæmið á Íslandi er […]

Dularfulli símsvarinn (í lengra máli)

Þann fyrsta apríl birti Pressan.is stutta umfjöllun um Wikipedia-færsluna um Útlendingastofnun. Í færslunni er vísað á grein eftir mig sem heimild og virðist rétt farið með. Í fréttinni kemur fram að starfsfólk Útlendingastofnunar hafi ítrekað reynt að breyta Wikipedia-færslunni, sem sé „sett fram á ósmekklegan hátt“ en í alfræðiritið Wikipediu mega hvorki fyrirtæki, stofnanir né […]

Hugmyndafræðin: fréttir

Borgaralaun, afkomutrygging, grunnframfærsla – hugmyndin gengur undir nokkrum heitum og umræðan um hana er komin svo vel á skrið að jafnvel á CNN, mainstream-fjölmiðli í miðju keisaraveldinu, birtast greinar til að vekja máls á henni: að öllum íbúum lands séu tryggðar lágmarkstekjur án tillits til vinnuframlags. Hagfræðilega er þetta alls ekki jafn vitlaust og sumir gætu […]

Font Awesome 4.0.3. Ferðasaga. Kafli xf01c

Mér finnst fáfengileiki vera betri þýðing á banality, en lágkúra. Stundum er grein Hönnu Arendts, um banalití illskunnar, kölluð Lágkúra illskunnar. En lágkúra … ég hef alltaf skilið það orð sem eitthvað sem höfði til svokölluðu lægstu hvata eða einhvers lægsta samnefnara. Það er oft lágkúra ef stjórnmálamaður höfðar til þjóðernishyggju í málsvörn, og það er […]