Reif í tána

Íslensk stjórnmál eru ekki hugmyndalega sjálfbær. Þau eru ekki einu sinni hugmyndalega langminnug, heldur taka mjög ört upp þráðinn frá menningarlega nærliggjandi löndum. Í það minnsta á yfirborði orðanna eru þau kvik og áhrifagjörn. Svolítið eins og íslenska krónan, eins og unglingur eða eins og samheitalyfjaframleiðandi. Eins og samheitalyf, sem eru framleidd án kostnaðarins við […]

Morðingjar heimsins, myrkraverkaher og ógnin af Jean Seberg

Jean Seberg, aðalleikkonan í myndinni sem þjófstartaði 7. áratugnum var víst tekin úr umferð af FBI. Fyrir að styðja Black Panthers hreyfinguna, segja þeir, og eitthvað slíkt. Á Wikipediu má sjá vélritað skjal, beiðni sem send var milli deilda innan FBI: Los Angeles deildin leitar heimildar höfuðstöðva til að „auglýsa þungun JEAN SEBERG, vel þekktrar […]

Austur

Austur Jóns Atla er mögnuð mynd. Ég beið spenntur eftir að sjá hver hefði gert tónlistina – hljóðrásin var frábær frá upphafi til enda. Það var verk Urðar Hákonardóttur. En verkið er allt sterkt. Eins og Mogginn sagði. Maður má samt vera svolítið viðkvæmur til að finnast maður beinlínis stíga í helvíti við að horfa […]