Frumvarp um einræði lagt fram á Alþingi

Í síðasta mánuði var lagt fram frumvarp um einræði Innanríkis/forsætisráðherra þegar lýst hefur verið yfir neyðarástandi. Frumvarpið er hér. Tilefnið er sagt Bárðarbunga og það allt. Óbreytt frá fyrri lögum er að Ríkislögreglustjóri ákvarðar hvort á landinu er neyðarástand. Það er, hætta á: að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði […]

Hvers vegna maður rekur konurnar sem þrífa byggingar stjórnarráðsins og gerir í staðinn samning við verktakafyrirtæki sem ræður annað fólk í sömu störf fyrir lægri laun og með minna atvinnuöryggi en stingur afganginum í vasann

Maður rekur konurnar sem þrífa byggingar Stjórnarráðsins og gerir í staðinn samning við þess háttar fyrirtæki vegna þess að konurnar sem þrifu stjórnarráðsbyggingarnar þar til þær voru reknar höfðu gert það svo lengi. Vissulega er rétt að þar með þekktu þær hvern krók og kima. Og unnu verkið vel. En hver maður sem orðið hefur […]

Reis upp í hárinu, fékk tak í hnakkadrambið

Ég skrifaði einhverja færslu um bíó í gær, en ákvað að birta hana ekki. Of almennt röfl. Mikið þótti mér ræðan hans Benedikts Erlingssonar góð. Eða það að hann skyldi segja þetta, þarna. Gagnrýna í hátíðarræðu. Vinur minn sagði mér um daginn hvernig yfirlögregluþjónninn Geir Jón, sem skrifaði skýrsluna afkáralegu, hefði fjarlægt hann og félaga […]

Fréttaflokkar

Þið atburðaríku fálátu dagar. Ég hef ekkert að segja við ykkur. Jú, eitt, orðið blogg. Það þarf að gera eitthvað í því. Fyrr eða síðar. Þetta er ekki nógu fallegt orð. En afar þrálátt. Á þessum vef hér, langar mig að segja, en það eru undanhlaup: á þessu bloggi hér hefur augljóslega fátt gerst síðustu […]

Bretar afnema mannréttindi

Mannréttindi: sú hugmynd að fólk eigi ákveðinn rétt sem það þarf ekki að verðskulda á nokkurn hátt með gjörðum sínum, heldur tilheyrir því einu að vera til. Frá yfirlýsingu frönsku byltingarinnar 1789 hefur hugmyndin verið víðtæk, og falið í sér upptalningu á ýmsum forsendum frelsis, sjálfræðis og grundvallarjöfnuðar. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna inniheldur til dæmis málsgrein […]